14.9.2007 | 22:35
Hver er pabbi minn?
Vildi ég vera fluga á vegg þess herbergis sem þessi spurning poppar upp í.
Mamma, hver er pabbi minn? Hvað gerir hann? Hvað er hommi...?
Ég veit að greyið stelpan stígur ekki í vitið, en common. Hversu vitlaus er hægt að verða? Jákvæða er að krakkinn fær nægan vasapening til að eyða í sálfræðinga það sem eftir lifir...
Jessica Simpson hyggur á barneignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2007 | 23:03
Fyrst þarf eðlilega vexti
Og með eðlilegum vöxtum þarf að jafna vexti seðlabanka við Seðlabanka Evrópu í tvö ár. Þannig yrði krónan stöðugri og myndi leita til jafnvægis eftir þetta langvarandi hágengi sem er handstýrt af bönkum undir góðfúslegu skálkaskjóli Seðlabanka Íslands.
Þó að alþjóðleg fyrirtæki skrái hlutabréf í öðrum gjaldmiðlum og geri upp í erlendum gjaldmiðlum, þá er það meiri gagnrýni á peningamálastefnu landsins heldur en gjaldmiðilinn sjálfan.
Ekkert sem kallar á gjaldmiðilsbreytingu nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 19:55
Ertu að grínast?
Fyndið hvernig lífið leikur á mann stundum. Var nýbúinn að lýsa áhyggjum yfir vatni okkar íslendinga þegar fréttir RÚV segja að Anhauser-Busch sé komið með 20% eignarhlut í átöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi. Þetta eru klókir viðskiptahættir, að hafa dreyfingaraðilann að eignaraðila, allir græða, allir góðir. Vonandi verður þetta bara gott mál.
Önnur frétt sem ég hló meira að: Ræktun sjálfbærra þorsk og rækjustofna á Vestfjörðum. Fyrsta spurningin sem kom upp í huga mér var: Hvernig ætla þeir að næra 4.000 tonn af þorski á afmörkuðu svæði? Ætla þeir að gefa þeim eins og gullfiskum? Ef svo fer verður þetta fyrst brjálæðislega fyndið. Hafið þið séð þorsk sem horfir alltaf upp? Ég myndi sennilega missa allt í buxurnar við að horfa á afraksturinn.
Hveitið er komið upp í verði, verðbólgunni spáð upp í næsta mánuði. Titringur á mörkuðum, húsnæðislán að hækka vegna gengistitrings, menn að pæla í að farga krónu fyrir Evru og sjálfstæði þjóðarinnar með.
Hér er smá hollráð: Hætta að nota bílinn í styttri erindi, borða hollt og ódýrt, það er enn löglegt að spranga með veiðistöngina niður á bryggju og ná sér í soðið... Er eitthvað íslenskara?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 19:01
Svona gerir maður ekki!
Var á ferð í London með góðum vini mínum í síðustu viku. Tókum vikuferð á þetta og gerðum það sem túristar gera, heimsóttum drottninguna, kíktum yfir borgina í London Eye, kíktum á Lion King söngleikinn (magnað!) og löbbuðum rúma 100 km í leit að gjöfum, fötum og bjór. Ekki vandfundið þarna í London þar sem allt er í gangi, samtímis. Þessi ferð opnaði augu okkar að því hversu gott væri að hverfa í fjöldann, en þó aðallega hversu fjandi gott sé að vera Íslendingur. Í ljósi smæðar okkar og sakleysis getum við vaðið um allan heim tiltölulega óáreitt og látið eins og okkur sýnist (innan okkar eigin siðferðismarka). Við eigum okkur nefnilega frasa sem segir: Svona gerir maður ekki.
Þó að ýmislegt hafi breyst, og menn á ýmsum sviðum viðskiptasamfélagsins hafi farið dálítið út fyrir þetta, dópið sé að aukast og unglingar verði latari með hverjum árganginum sem líður, þá er þessi frasi í fullu gildi. Þó að bankinn græði 40 milljarða, þá förum við ekkert og rænum hann, eða honum. Svoleiðis gerir maður ekki. Maður reynir bara að gera betur sjálfur!
Þó að olían sé af skornum skammti hérna, þá eigum við nokkuð sem er mjög dýrmætt og mun sennilega verða bitbein í framtíðinni og það er vatnið. Nú er bara spurning hvort það muni baka okkur vandræði í framtíðinni, eða hvort nafnið á landinu muni halda áfram að fæla burt freku vitleysingana þarna úti í heimi.
Það var gott að koma heim frá London, skil vel að Kasparov komi hingað í frí. Það er æðislegt að vera Íslendingur.
Garrí Kasparov: Íslendingar heppnir að eiga enga olíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2007 | 00:21
BNG leitar fjármagns?
Bíddu nú aðeins hægur, er ég að misskilja eitthvað eða er sumt sem maður les bara bévítans bull?
Ég las um daginn að jöklabréf væru skuldabréf gefin út í íslenskum krónum, af íslenskum skuldurum. Það þýðir í stuttu máli að þó að BNG banki gefi skuldabréfin út, þá ætti það að vera fyrir hönd íslensks viðskiptavinar.
Nú þegar Davíð Oddsson hefur gefið markaðsaðilum grænt ljós á frekari útgáfu og framlengingu núverandi útistandandi jöklabréfa, styrkist krónan sem aldrei fyrr. Það þrátt fyrir að tekjutap af 30% kvótaskerðingu muni þýða 16 milljarða tekjutap á næsta fiskveiðitímabili. Það hafði bara engin áhrif, og það var á "gamla" genginu.
Seðlabankinn verður að hætta að ljúga því að þeir séu að berjast við verðbólgu og fara að berjast við vöruskiptaójöfnuðinn við útlönd áður en Ísland verður, og hér ber að nota viðeigandi orðalag: Í djúpum skít! HVAR ER ÞJÓÐHAGSSTOFNUN ÞEGAR MAÐUR ÞARFNAST HENNAR??!! Ó, já...
Hollenskur banki gefur út krónubréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 16:01
ÚT ÚR KÚ
Þrjú skemmtileg tveggja stafa orð.
Krónan hefur styrkst um 14,5% gagnvart dollar frá áramótum. Engin lækkun hefur skilað sér út í verðlagið. Verðbólga heldur áfram. DAVÍÐ MINN! Hver heldur þú að trúi þessu eilífa kjaftæði um að verðbólgumarkmið liggi að baki ákvörðunum Seðlabankans?
Nú dragast tekjur landsins saman um 16-20 milljarða næsta árið. Ofan á það styrkist krónan og viðskiptahallinn heldur áfram. Mjúk lending er úr sögunni, nú kemur kreppan!
Davíð segir að Seðlabankinn gefi sig ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2007 | 14:12
Kreppan kemur
Ég er að búa mig undir kreppu. Búinn að segja upp stöð 2 og öllu sem ég ekki þarf. Samdráttur afla mun valda 16 milljarða tekjutapi og endalausir hávextir valda því að krónubréfaútgáfa blómstrar sem styrkir krónuna enn meira. 16 milljarðar verða 20 milljarðar, tekjur landsins dragast saman og ekki skilar þessi 14% hækkun krónunnar frá áramótum sér út í verðlagið, sem það ætti að gera svo að verðbólgan myndi hjaðna og vextir lækka. Þessi þjóð er í vondum málum, mikið verri málum en menn gera sér almennt grein fyrir. Held að þessi kauphækkun Seðlabankastjóra hafi verið óþörf, bara reka þá alla saman. Fá einhverja með snefil af vitneskju um þjóðhagfræði, ekki bara menn sem nota rugl um verðbólgu sem yfirskin til að blóðmjólka landann.
Ef háir vextir héldu aftur af verðbólgu, af hverju hefur það þá ekki gengið eftir?
Krónan styrktist í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 23:01
Út með hjólin
Ef það er eitthvað sem íslenskur almenningur hefur sjaldan gert, þá er það að bregðast við svona bulli með almennilegu samstilltu átaki sem segir: Hingað og ekki lengra!
Olíufélög um allan heim eru að maka krókinn óhóflega í skjóli ótta og væntinga. Eftirspurn og framboð hefur ekkert um verðið að segja.
Neytendur hafa alltaf vald, og það er að neyta bara minna þegar menn hækka og hækka.
Stefnir í hækkun á bensíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 08:50
Hverjir ráða?
Maður spyr sig hvað ákvarðar stýrivexti Seðlabankans? Eru það vel launuðu seðlabankastjórarnir eða væntingar markaðsaðila, bæði heima og heiman? Staðreynd: Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 10% frá áramótum gagnvart dollar og evru. Þetta þýðir 10% samdrátt tekna útflutningsgreina og 10% minni innkaupakostnað innflutningsfyrirtækja. Engin merki um að smásala hafi lækkað um 10% frá áramótum, en útflutningsgreinarnar þola ekki svona viðvarandi sterka krónu vegna hárra stýrivaxta. Krónan verður að síga tilbaka sem fyrst, og það þýðir að stýrivexti verður að lækka sem fyrst. Ég held að veikara gengi krónu verði mikið betri bremsa á almenning í einkaneysluham heldur en háir yfirdráttarvextir.
Spá óbreyttum stýrivöxtum Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 22:42
Gáta
Hver heimilaði frjálst framsal kvóta?
Hver lagði niður Þjóðhagsstofnun?
Hver lagði blessun sína yfir Íraksstríðið?
Hver svíkur loforð um vaxtalækkanir til að halda krónu sterkri?
Hver var að fá launahækkun?
Hvern má aldrei gagnrýna?
Ég sakna Þjóðhagsstofnunnar. Svo virðist sem eiginhagsmunaaðilar túlki efnahagskerfið hver eftir sínu höfði og noti þar mjög misjöfn og sumpart vafasöm rök í meira lagi. Þessu er síðan tekið sem heilögum sannleika af fjölmiðlum, án gagnrýni. Til að flytja inn þarf að flytja út. Skuldasöfnun er ekki góð til langs tíma, að lokum kemur að gjalddaga.
P.s: Þið snillingarnir sem haldið að vaxtalækkun sé handstýrð gengisfelling étið greinilega Homeblest bara öðru megin.
Krónan styrkist um tæpt prósent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)