23.12.2007 | 21:23
Engin jólakort í ár
Jæja kæru vinir,
Þá eru jólin komin og margt hefur gerst á árinu. Ég vil byrja á að segja að ég skrifaði engin jólakort í ár, og það er ekki vegna vinaleysis. Ég vil fyrst og fremst þakka öllum sem sendu mér jólakort. Það er alltaf gaman að fá góða kveðju. Vonandi fyrirgefið þið mér að hafa ekki skrifað í ár.
Jólin eru góður tími, tími til að heimsækja sína nánustu og hafa gaman af hvors annars félagsskap. Ég fór í tvær góðar heimsóknir í gær til frændfólks sem ég ekki hafði séð lengi. Eftir svoleiðis heimsóknir fer maður að spyrja sig af hverju maður vanrækir fólkið sem manni þykir vænt um? Það er alltaf jafn gott og gaman að hitta þetta fólk. Þjóðfélagið breytist og mennirnir með, en það er ekki þar með sagt að allar breytingar séu af hinu betra.
Ég vil óska öllum gleðilegra jóla. Mér þykir vænt um vini mína og fjölskyldu, en ósk mín um gleðileg jól nær til allra í heimi þessum. Það á engum að líða illa um hátíðir, en svo er nú oft.
Jólakveðja.
Kristján
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 13:37
Pólitísk rétthugsun, eða yfirgangur USA?
Það fer nú að fara dálítið verulega í taugarnar á mér þegar fólk er farið að kalla endurútgáfu gamalla barnabóka rasisma, og þar á ég við 10 litla negrastráka. Orðið negri kemur af orðinu negro, sem þýðir svartur á t.d. spænsku. Og þeir tala um svertingja sem "negros". Síðan komu til þrælahaldarar sem snéru þessu yfir í "nigger" og gerðu þar með orðið að niðrandi tiltali til svarts fólks, sem þeir héldu þrælum, skamm skamm. Kemur okkur ekkert við sem lifum í nútímanum.
Núna má ekki tala um negra, svertingja etc. því svart fólk er víst ekki til í þeirri merkingu orðsins. Ég spurði nýlega 24 ára New York búa hvaða orð hann hefði yfir svart fólk í Bretlandi, því ekki gæti hann kallað þá African Americans (enn eitt aðskilnaðarorðið sem meira að segja svertingjarnir eru ánægðir með!!). Hann leit vandræðalega í kringum sig og hvíslaði síðan hikandi: Blacks...? Guð hjálpi mér...
Og nú er tillitið til Afrískra Ameríkumanna orðið svo ýkt að bófarapparar eru farnir að hafa "ho ho ho" af jólasveininum sjálfum! What's going on in the kitchen?
Ég vil bara benda á að það er til svart fólk, og gul-leitt skáeygt fólk, litað fólk, hvítt fólk og bara you name it. Og mesti rasisminn er sennilega sá að viðurkenna ekki þá einföldu, bláköldu staðreynd.
Jólasveinninn má ekki segja hó hó hó! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 12:14
Öll tækifæri nýtt...
Hann er orðinn fyrirsjáanlegur Sir Ferguson. Allt sem út úr honum kemur virðist til þess ætlað að stuða helstu keppinauta og stuðningsmenn þeirra. Ég myndi svosem fagna kvóta: Fowler, Gerrard, McManaman, Owen, Carragher... allt ungir púllarar.
Þó svo að nýlega hafi Liverpool tekið aukna stefnu á útlendinga með mjög misjöfnum árangri, þá held að það myndi alls ekki skemma fyrir að kippa frekar unglingum upp í liðið úr akademíunni.
Wenger er líka mjög góður í að ná miklu úr ungum leikmönnum, hann gæti sjálfsagt mjólkað unga breta eins og aðra um góða frammistöðu.
En svo er alltaf hættan á því að ungu bretarnir verði of uppteknir af sviðsljósi fjölmiðla þegar þeir komast í það... remember Beckham anyone?
Ferguson samþykkur kvóta á erlenda leikmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 19:12
Við hverju búast menn?
Kemur þetta einhverjum á óvart? Bandaríkjastjórn gerir ekkert annað en að mjólka ríkiskassann til vopnaframleiðslu og stríðsreksturs. Bandarískur almenningur er mikið til ótryggður, og þeir sem "mega" vera tryggðir eru það ekkert sérstaklega vel þegar á reynir. Búið er að úthýsa hundruð þúsundum starfa til láglaunalanda og fregnir herma að ríkiskassinn sé í vanda staddur, geti ekki uppfyllt lífeyrisskuldbindingar eftir árið 2030 ef ekki verði spornað við.
Auðvitað lendir fólk í greiðsluerfiðleikum þegar svona hálfvitar stjórna landinu. Það er allt hrifsað sem hægt er að hrifsa af almenningi, og þá veikist miðstéttin. Og það er ekki merkilegur efnahagur sem býr við blanka miðstétt.
Kína er löngu orðið öflugasta hagkerfi heims. Mestu hagvöxtur, mest framleiðsla, stærsti lánardrottinn Bandaríkjanna... Þeir þurfa bara ekkert að vera að rífa kjaft og atast út í miðausturlönd. Það reynir engin neitt gegn Kína... segir sig sjálft. Enda er allt þetta stríð USA við miðausturlönd sjónarspil til að ríkið fái eytt sem mestu í vopn, því fyrirtækin eiga þeir jú sjálfir, blessaður stríðsvaraforsetinn og fylgifiskar. Ég dauðvorkenni bandaríkjamönnum að hafa endurkosið þetta yfir sig. En svona er þetta blessaða lýðræði sem við lifum við, sá sem auglýsir mest vinnur, og sá sem borgar auglýsingarnar vinnur mest.
Nú er bara að sjá hvort heimurinn átti sig á því að hætta að hugsa um USA sem fyrirmyndarhagkerfi, og horfi frekar til Kína í því samhengi. Löngu tímabært að mínu mati. Me love you long time
Órói hjá Citigroup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2007 | 09:19
Svíþjóð fer að verða heillandi
Maður fer nú bara að spyrja sig hvernig hægt sé að réttlæta það að hérlendis séu stýrivextir 9,75% hærri en í nágrannalandinu Svíþjóð. Það var jú eitt sinn að við bárum okkur saman við okkar blessuðu nágrannalönd. Gott ef Davíð Oddsson var ekki einn af þeim sem beitti þeim samanburði óspart.
Nú mun krónan styrkjast enn frekar sökum gífurlegs vaxtamunar við önnur lönd. Einkaneyslan sem þeir þykjast vera að sporna við mun aukast af þeim sökum. Þjóðartekjurnar dragast saman, útgjöldin aukast, viðskiptahallinn eykst. Við eigum okkur ekki lengur. Til hamingju Ísland, we are going broke real fast
Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 14:18
Styður kirkjan einokun?
Nú getur verið að ég sé að misskilja, en þar sem sala á áfengi er þegar leyfileg á Íslandi, framkvæmd af ríkisvaldinu og opnunartímar rækilega auglýstir á heimasíðu Vínbúðar, hvernig í ósköpunum gengi það gegn stefnu þjóðkirkjunnar í vímuvarnarmálum ef bjór og léttvín yrði selt í kjörbúðum???!!!
Þeir sem ætla sér að misnota vín, birgja sig bara upp af því á opnunartíma vínbúðar. Slík misnotkun tengist oftar en ekki vanlíðan viðkomandi vegna einhvers, sem tengist dreifingu á bjór og léttvíni ekki á nokkurn skapaðan hátt.
Ef menn ætla að nota rónana og hitt dagdrykkjufólkið til að hefta viðskiptafrelsi okkar hinna til kaupa á bjór og léttvíni, þá bara á ég ekki til eitt aukatekið orð. Þá vil ég bara loka sjoppum vegna offitusjúklinga. Já, setja kokteilsósu í Vínbúðina, hún er stórhættuleg heilsu manna! Fyndið hvernig eitt rauðvínsglas á dag vinnur akkúrat gegn áhrifum kokteilsósu, ekki satt?
Léttvínsfrumvarp gengur þvert á forvarnastarf þjóðkirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 15:40
Sjáum hvað hann segir...
Fyndinn karl hann Bush, það á algjörlega að þurrausa þjóðarbudduna áður en látið er af embætti.
Hann er búinn að bjóða Rússum að borðinu, en hvað myndi hann segja ef Rússar krefðust þess að eldflaugarnar væru rússneskar? Það myndi nú heldur betur ekki ganga vel ofan í vopnaframleiðendurna sem studdu karlinn í embætti, ha?
Þetta er orðið svo augljóst og skammarlaust hvað Bush stjórnin er að ræna eigið land að það er með eindæmum. Versta fordæmi ríkisstjórnar sem uppi hefur verið held ég bara.
Orðapúkinn viðurkennir ekki orðið Bush frekar en ég
Bush segir liggja á að koma upp eldflaugavarnakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 09:19
Þess vegna eru allir á skallanum á Spáni
Með fullri virðingu fyrir Landlæknisembættinu þá held ég að þessi sífelldi hræðsluáróður gegn afnámi einkasölu ríkisins á léttvíni á bjór sé skot yfir markið.
Það er þrennt sem ég vil benda á í þessu sambandi. Á Spáni og víðar eru engin ríkisafskipti af verslun með áfengi og þar sér maður ekki fólk rúllandi fullt út um allt eins og þessar áhyggjur Landlæknisembættisins eru að ýja að gerist hér.
Hitt er svo sálfræðilegi þátturinn, að gera áfengi óspennandi með því að setja það í búðir með öðrum vörum. Þannig fer fólk ekki í sérstaka búð, sérstaklega til að kaupa áfengi með það fyrir augum að drekka það. Bjór og léttvíni væri þannig kippt með matarinnkaupunum, ekkert sérstaklega með það fyrir augum að drekka það strax, frekar en að éta allt brauðið í einu.
Það þriðja er sniðug rannsókn sem ég sá í þætti um mat á RÚV um daginn og gerðist meðal skólakrakka. Þeim var boðið upp á rúsínur og mangó, en á köflum voru rúsínurnar gerðar að bannvöru. Að rannsókninni lokinni voru allir krakkarnir orðnir óðir í rúsínur, nema ein lítil stúlka sem sagðist fíla mangó betur. Rennir stoðum undir þá kenningu að allt sem er bannað og takmarkað er spennandi.
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.10.2007 | 08:49
Spurning hver svíkur hvern?
Ég er ekkert allskostar sáttur við TM. Fór undan hjá mér dekk á Þverárfjallinu í sumar og ég náði að forða því að bíllinn lenti utanvegar með því að bremsa örugglega og stöðva bílinn út í kanti. Heppin þar því með mér voru öldruð hjón frá Sviss. Þetta var Nissan Patrol á venjulegum dekkjum, og því mjög skringilegt að dekkið skyldi losna undan bílnum, en þetta var í annað skipti á 2 árum sem þetta gerist, í fyrra skipti var bíllinn fullur af börnum.
Tjónið nemur rúmum 200.000 krónum í hvort skipti, og hér kemur það besta: Ef þú ert tryggður, þá færðu það ekkert bætt!
Ef maður nær semsagt að forðast að velta bílnum við þessar aðstæður, drepa sjálfan sig og farþegana eða stórslasa, og getur hlaupið 500 metra niður brekku eftir dekkinu sem þú misstir, þá máttu bara eiga þig væni/væna.
Hundruð milljóna svikin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2007 | 07:41
The land of the free...
Er hægt að meina frjálsu fólki að fara ferða sinna í New York?
Má semsagt enginn Írani fara nálægt núllpúnktinum? En Saudi Arabar? Voru ekki 14 þaðan í flugvélunum sem rænt var 11.09.2001?
Er bara hægt að kenna Írak, svo Íran um þetta allt saman og ræna skattpeningum almennings í Bandaríkjunum endalaust í stríð við lönd sem ekkert höfðu með neitt að gera?
God bless Amerika, þeir þarfnast þess greyin.
Ahmadinejad fær ekki að heimsækja Ground Zero | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)