Hitt og þetta

Síðustu tveir mánuðir eða svo hafa verið mjög sérkennilegir svo ekki sé meira sagt. Ég missti móðurbróðir minn og ömmu í febrúar og mars. Raggi frændi lést eftir erfið veikindi aðeins 72 ára að aldri. Amma var hins vegar orðin 99 ára.Það er dálítið skrítið að hugsa til þess að geta ekki hitt þau aftur. Þau bjuggu saman flest síðustu ár lífs síns, ýmist í Háaskála eða á elliheimilinu. Flestar minningar mínar af þeim tengjast sumrinu, enda umgekkst ég þau mest þá, þá sérstaklega ömmu í barnæsku. Minningin um ömmu verður alltaf lifandi í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi, hún var sterk kona, og sterk manneskja yfirhöfuð. Hún kenndi mér svo margt um réttlæti og að vera góð manneskja.Ég reyni.Ég missti af jarðaförinni ömmu þar sem ég hafði ráðgert að heimsækja frænda minn í Bandaríkjunum, en hann er líka dóttursonur hennar. Mér fannst mikilvægara að vera hjá honum en að standa yfir kistu ömmu, ég veit að hún hefði lagt blessun sína yfir þá ákvörðun.

Ferðin út var athyglisverð fyrir margar sakir. Það var gott að hitta frænda, hann er alltaf jafn mikill snillingur í mínum augum. En hann átti líka marga athyglisverða vini. Ekki var verra að hitta margt skemmtilegt fólk á ferðalagi mínu til og frá Bristol VA. Á flugvöllunum, Hilton Logan og ekki síst á írska pöbbnum "Dirty Nelly's Olde Irish Pub".Ameríka er villta vestrið þar sem allt getur gerst, svo mikið veit ég.Mér fannst eins og ég hefði verið í burtu í mánuð hið minnsta, en ekki 8 daga eins og raunin var. Ég tel að það hljóti að vera skilgreiningin á góðu fríi.Tounge

Heimurinn er risastór. Vildi stundum óska að ég gæti bara ferðast alltaf og skoðað allt, bara sleppt að vinna. En það eru ábyggilega bara óskir barnslauss piparsveins.

Ég fíla vinnuna mína annars í botn. Vinn með eðalfólki og finnst þetta allt mjög skemmtilegt og spennandi. Gæti varla verið betra.Grin

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband