Merkur dagur í mínu lífi

Í dag keypti ég mér þjónustu sem tók 1,5 klukkustund og kostaði 315.000 krónur.

Nei, þetta var ekki þjónusta í líkingu við þá sem herra Spitzer og herra Mosley nutu nýlega, ég keypti mér sjón.

Gleraugun eru á bak og burt, og nú stend ég furðulostinn fyrir framan spegilinn og velti fyrir mér hvað gerðist?
Aðgerðin var sársaukalaus og gekk hratt og vel fyrir sig. Mér fannst þetta meira gaman en annað. Er mest hræddur vi að gleyma mér og nudda augun í hugsunarleysi, en það hefur ekki enn gerst nú 8 tímum eftir aðgerðina.

Ég er ekki frá því að þetta sé besta fjárfesting sem ég hef lagt í hin síðari ár, með fullri virðingu fyrir íbúðinni minni í Ólafsfirði.
Talandi um íbúðina í Ólafsfirði. Ætlaði að endurfjármagna lán íbúðalánasjóðs með láni hjá banka hér á höfuðborgarsvæðinu og var að velta fyrir mér erlendu YENa lána án verðtryggingar (því allir sem þekkja mig vita hversu mikið ég elska verðtryggingu). Þetta var allt í athugun þangað til að í ljós kom að höllin stendur í Ólafsfirði, þá kom bara blátt nei. Þetta er í annað skipti sem útibú á höfuðborgarsvæðinu er til í að lána mér, þar til landsbyggðina ber á góma, þá er ég annars flokks pappír. Og ég sem hélt að það væri ólöglegt að mismuna fólki eftir búsetu, aldri o.s.frv. En það virðist ekki gildi um bankana.

Ég þakka bara guði fyrir að bankarnir fengu ekki sínu fram gagnvart íbúðalánasjóði og Byggðastofnun, annars væri þetta land ein rjúkandi rúst.

Djöfulli er ég myndarlegur núna! Og ég get meira að segja séð það sjálfur!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband