4.4.2008 | 20:12
Mótmæli við Seðlabankann?
Ég er alveg hættur að skilja.
Krónan leitar jafnvægis eftir að hafa verið haldið sterkri með háum stýrivöxtum til lengri tíma.
Sterkt gengi veldur óheftu innflæði erlends lánsfjármagns, sem veldur verðbólgu (aðallega á fasteignamarkaði). En stýrivöxtunum er einmitt ætlað að fá erlent fjármagn til landsins, en jafnframt sporna við verðbólgunni sem það hefur í för með sér :o)
Þjóðin verður æ skuldsettari, og viðskiptajöfnuðurinn er ALLTAF neikvæður, sem þýðir að tekjur þjóðarbúsins mæta ekki útgjöldum.
Þetta virðist allmennt talið EÐLILEGT ÁSTAND.
Já, svo eðlilegt, að nú skulu vextir hækkaðir enn frekar, til að taka upp þráðinn sem ríkti áður en ljótu kanarnir settu allt á annan endan með því að vera að lána hverjum sem er fyrir húsnæði, og leiðinleg danirnir opnuðu munninn, og hryllilegir spákaupmenn gerðu árás (einmitt af því að vextirnir eru háir).
Allt sem ég hef lært í viðskiptafræði og hagfræði er hér fótum troðið af gömlum pólitíkusum í Seðlabankanum.
Hálf þjóðin heimtar ósjálfstæði og Evru, en enginn stendur fyrir utan Seðlabankann (eða keyrir) og lætur óánægju sína í ljós. Hvað er að þessari mynd?
BURT MEÐ VERÐTRYGGINGU, hún mun ganga af þessari þjóð dauðri.
Landsbankinn spáir frekari stýrivaxtahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.