31.1.2008 | 12:43
Stýrivextirnir eru viðskiptahindrun
Ég endurtek sjálfan mig í sífellu. Það er ekki krónan sem er vesenið hér, heldur misræmi stýrivaxta hérlendis og í Evrópu og Bandaríkjunum. Ef við hættum að spenna bogann með þeim mikla vaxtamun sem við nú höfum skapað og stillum stýrivexti í 4% og látum þá fylgja Seðlabanka Evrópu þá verður ekkert vesen.
Að ætla að varpa sjálfstæði þjóðarinnar til að taka upp sömu vexti er bara rugl! Býst við að þeir sem náðu okkur undan dönum séu snúandi sér við í gröfinni núna.
Krónan að verða viðskiptahindrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stýrivextir eru svona háir því þú og ég höfum verið svo duglegir við að spreða peningum og kaupa okkur allar lífsins lystisemdir. Það sem ég meina er að stýrivextirnir eru til þess að koma í veg fyrir verðbólgu. Hugsaðu þér hvernig markaðurinn á Íslandi væri ef þú gætir tekið húsnæðislán í dag á 2% vöxtum og slegið svo bankalán á 5%. Við værum með að lágmarki 25% verðbólgu myndi ég halda.
En núna er að hægjast á efnahagslífinu og ættu því vextir að fara að lækka.
Ég er samt alveg sammála þér. Ég vil ekki fórna sjálfstæði þjóðarinnar fyrir 30 silfur peninga.
Fannar frá Rifi, 31.1.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.