6.1.2008 | 14:28
Árið 2008... ó já!
Gleðilegt nýtt árið!
Hér kemur fréttapistillinn minn um áramótaheit og spá um hvað muni gerast á nýja árinu.
Áramótaheitin voru margvísleg í þetta skiptið, en eitt stendur upp úr, og virðast flestir sem mig þekkja ekki trúa því að ég geti efnt það. Gott og blessað, ég held að fortíðin spili dálítinn þátt í þeirri vantrú, en ég ætla samt að standa við það.... og hef gert það hingað til (heila 6 daga).
Áramótaheitin voru þessi (í réttri röð):
1. Hætta að lenda í áflogum.
2. Hætta að borða kokteilsósu.
3. Minnka frönskuát.
4. Hætta alfarið reykingafikti.
5. Hætta að drekka áfengi.
Það er kannski óþarft að taka það fram að það var 5. atriðið sem menn furðuðu sig á. En þegar ég fór að pæla í því, þá þýðir það atriði eitt og sér að hin fjögur efnast nánast af sjálfu sér. Engin drykkja þýðir engar bæjarferðir, engin áflog, engar sígó í glasi. Og á sunnudögum: Engin þynnkumatur, engin kokteilsósa, lítið um franskar.
Og þá beint í afleiðingar ákvörðunar minnar: Ég spái verulegum samdrætti í sölu Vínbúðar 2008
Þá er von mín að Seðlabankinn sjái ljósið og fari að lækka stýrivexti eins og lofað hefur verið lengi, að krónan veikist og að viðskiptahalli við útlönd minnki til muna. Að skuldir heimilanna minnki og að sú heimatilbúna þensla sem öllu hefur tröllriðið undanfarin ár líði undir lok. Að allt verði "eðlilegt" í samfélaginu og að fólk sættist á það ástand og fari almennt að haga sér almennilega. Shit, ég er farinn að hljóma eins og John Lennon í Imagine.
Aðrar afleiðingar drykkjuleysis eru farnar að poppa upp í huga mér: Ég hef miklu meiri tíma á höndum mér, mér líður betur og nú ætla ég að fara að gera allt sem ég hef alltaf verið að hugsa um að fara að gera, en aldrei drullast til að byrja á. Byrjaður á fullu í Laugum, ætla að kíkja í box seinni part janúar og svo er ég að fara að taka í Tennisspaða í dag og sjá hvort það sé eitthvað sem ég vil byrja að hugsa um af alvöru. Það er semsagt heilsan sem er númer 1, 2 og 10 í huga mér núna. Ég veit að þegar hún er góð er allt gott. Hef prófað það áður.
Anyways, ég vona að allir hafi það sem best á nýja árinu. Ég veit að ég mun hafa það skidegodt!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.