Engin jólakort í ár

Jæja kæru vinir,

Þá eru jólin komin og margt hefur gerst á árinu. Ég vil byrja á að segja að ég skrifaði engin jólakort í ár, og það er ekki vegna vinaleysis. Ég vil fyrst og fremst þakka öllum sem sendu mér jólakort. Það er alltaf gaman að fá góða kveðju. Vonandi fyrirgefið þið mér að hafa ekki skrifað í ár.

Jólin eru góður tími, tími til að heimsækja sína nánustu og hafa gaman af hvors annars félagsskap. Ég fór í tvær góðar heimsóknir í gær til frændfólks sem ég ekki hafði séð lengi. Eftir svoleiðis heimsóknir fer maður að spyrja sig af hverju maður vanrækir fólkið sem manni þykir vænt um? Það er alltaf jafn gott og gaman að hitta þetta fólk. Þjóðfélagið breytist og mennirnir með, en það er ekki þar með sagt að allar breytingar séu af hinu betra.

Ég vil óska öllum gleðilegra jóla. Mér þykir vænt um vini mína og fjölskyldu, en ósk mín um gleðileg jól nær til allra í heimi þessum. Það á engum að líða illa um hátíðir, en svo er nú oft.

 Jólakveðja.

Kristján


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband