6.11.2007 | 12:14
Öll tækifæri nýtt...
Hann er orðinn fyrirsjáanlegur Sir Ferguson. Allt sem út úr honum kemur virðist til þess ætlað að stuða helstu keppinauta og stuðningsmenn þeirra. Ég myndi svosem fagna kvóta: Fowler, Gerrard, McManaman, Owen, Carragher... allt ungir púllarar.
Þó svo að nýlega hafi Liverpool tekið aukna stefnu á útlendinga með mjög misjöfnum árangri, þá held að það myndi alls ekki skemma fyrir að kippa frekar unglingum upp í liðið úr akademíunni.
Wenger er líka mjög góður í að ná miklu úr ungum leikmönnum, hann gæti sjálfsagt mjólkað unga breta eins og aðra um góða frammistöðu.
En svo er alltaf hættan á því að ungu bretarnir verði of uppteknir af sviðsljósi fjölmiðla þegar þeir komast í það... remember Beckham anyone?
Ferguson samþykkur kvóta á erlenda leikmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.