24.10.2007 | 14:18
Styður kirkjan einokun?
Nú getur verið að ég sé að misskilja, en þar sem sala á áfengi er þegar leyfileg á Íslandi, framkvæmd af ríkisvaldinu og opnunartímar rækilega auglýstir á heimasíðu Vínbúðar, hvernig í ósköpunum gengi það gegn stefnu þjóðkirkjunnar í vímuvarnarmálum ef bjór og léttvín yrði selt í kjörbúðum???!!!
Þeir sem ætla sér að misnota vín, birgja sig bara upp af því á opnunartíma vínbúðar. Slík misnotkun tengist oftar en ekki vanlíðan viðkomandi vegna einhvers, sem tengist dreifingu á bjór og léttvíni ekki á nokkurn skapaðan hátt.
Ef menn ætla að nota rónana og hitt dagdrykkjufólkið til að hefta viðskiptafrelsi okkar hinna til kaupa á bjór og léttvíni, þá bara á ég ekki til eitt aukatekið orð. Þá vil ég bara loka sjoppum vegna offitusjúklinga. Já, setja kokteilsósu í Vínbúðina, hún er stórhættuleg heilsu manna! Fyndið hvernig eitt rauðvínsglas á dag vinnur akkúrat gegn áhrifum kokteilsósu, ekki satt?
Léttvínsfrumvarp gengur þvert á forvarnastarf þjóðkirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert bara svolítið pirraður á þessu öllu saman, sé ég, enda allt eðlilegt með það, þetta er náttúrulega hámark fáránleikans, þar sem mér var boðið uppá vín í fyrsta skiptið í kirkju, og svo er annað mál að offita á eftir að verða meira vandamál en global warming eftir 5o ár eða svo og sjálfsagt stærsti pakkinn á ríkiskassann ef fram fer sem horfir, en við skulum endilega reyna að vera pínu jákvæð og vona að þessir vitleysinga sjái að sér.
Þóra (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.