19.10.2007 | 09:19
Þess vegna eru allir á skallanum á Spáni
Með fullri virðingu fyrir Landlæknisembættinu þá held ég að þessi sífelldi hræðsluáróður gegn afnámi einkasölu ríkisins á léttvíni á bjór sé skot yfir markið.
Það er þrennt sem ég vil benda á í þessu sambandi. Á Spáni og víðar eru engin ríkisafskipti af verslun með áfengi og þar sér maður ekki fólk rúllandi fullt út um allt eins og þessar áhyggjur Landlæknisembættisins eru að ýja að gerist hér.
Hitt er svo sálfræðilegi þátturinn, að gera áfengi óspennandi með því að setja það í búðir með öðrum vörum. Þannig fer fólk ekki í sérstaka búð, sérstaklega til að kaupa áfengi með það fyrir augum að drekka það. Bjór og léttvíni væri þannig kippt með matarinnkaupunum, ekkert sérstaklega með það fyrir augum að drekka það strax, frekar en að éta allt brauðið í einu.
Það þriðja er sniðug rannsókn sem ég sá í þætti um mat á RÚV um daginn og gerðist meðal skólakrakka. Þeim var boðið upp á rúsínur og mangó, en á köflum voru rúsínurnar gerðar að bannvöru. Að rannsókninni lokinni voru allir krakkarnir orðnir óðir í rúsínur, nema ein lítil stúlka sem sagðist fíla mangó betur. Rennir stoðum undir þá kenningu að allt sem er bannað og takmarkað er spennandi.
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú spyr ég þig, afhverju í ósköpunum væru þessar manneskjur sem vita miklu meira um þetta en þú og ég, að skálda upp einhvern hræðsluáróður?
Fagmenn sem eru á móti þessu frumvarpi hafa nákvæmlega ekkert upp úr því að menga þessa umræðu með lygum. Getur þú sagt það sama um kaupmennina sem eru að reyna troða þessu í gegn?
Auðvitað ekki.
FS (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:42
Munurinn er samt sá, að á Spáni er fólk alið upp við vínmenningu og lærir að umgangast það á áveðinn hátt. Hér er þetta allt öðruvísi og erfitt að segja til um hvernig menn fari með.
Ekki misskilja mig, mér finnst verðið allt of hátt en ég skil jafnframt rök landlæknis, miðað við hvernig menn fara með áfengi hér, þrátt fyrir hátt verðlag.
Birgitta (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:45
Til að styðja röksemdarfærslu þanns sem skrifaði þessa "grein". Þá langar mig að benda á að eftir að munntóbak var bannað fyrir 10 árum, þá hefur notkunin á því aukist töluvert síðan þá. Sem sýnir víst að hluturinn er bannaður og óaðgengilegur, þeas erfitt að komast í hann þá er hann meiri spennandi.
Léttvín og bjór í búðir = ekki jafn framandi og spennandi hlutur.
Ég bjó í danmörku í mörg ár á yngri árum, og ég held að það, og að ég fór oft í ríkið hér heima með foreldrum hafi verið einn af þeim hlutum sem gerði það að verkum að mér fannst ekkert spennandi að byrja að drekka fyrir en nokkuð seint.
H.A.G (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:54
"The forbidden fruit" Maður hrundi í það sem unglingur, ekki bara vegna þess hvesu skemmtilegt það var. Heldur einnig vegna þess hversu "kúl" það var því það var bannað. Þar af leiðandi: Unglingur byrjar að drekka 13,14 eða 15 og byrjar strax að hrynja í það. Það býður upp á misnotkun til seinni ára. Ég er lifandi dæmi.
Leyfa þetta núna. Kanski hluti af okkar (minni) kynslóð sem á eitthvað eftir að missa sig. En þetta leiðir af sér að komandi kynslóðir alist upp í "bjór og léttvín-leyfðu" samfélagi og minnki þar með misnotkun. Það er löngu kominn tími á þetta. Það er ekki hægt að bíða lengur með þetta.
Einar (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:56
Svo er annað í dæminu sem er vert að spyrja sig um. Ég nýt þess að fá mér bjór, góðann bjór og ég drekk ekki hvað sem er. Fyrir mér og mörgum öðrum er bjór ekki bara bjór. Með því að leyfa þetta í almennum verslunum hvað verður þá um vöruúrvalið? Fara menn ekki að bjóða engöngu upp á 5-6 mest seldu tegundirnar? Hvað svo með álagninguna? Álagning ríkissjóðs er há og en þá á móti er ÁTVR jafnan með innan við 8% álagningu í smásölu. Sætta verslunarmenn sig við það? Það er ekki gert ráð fyrir lækkun áfengisskatta í frumvarpinu!
Ég hef eins og margir íslendingar verslað á Spáni bjór og léttvín í verslunum. Það er að jafnaði nánst ekkert úrval. Spænskur bjór + örfáar vinsælustu erlendu bjórtegundirnar og eru þær þá töluvert dýrari. Úval af léttvínum jafnframt ámóta lítið. Fyrir mig sem aðra held ég, það ákveðin kost að hafa ÁTVR eins og það er. Þjónusta og úrval hefur stórbatnað á undanförnum árum. Fákeppnin á matvörumarkaðnum held ég að lækki ekki áfengisverð frekar hækkar það! Ég er ekki sammála því að segja bara OK, það má selja í almennum verslunum. Það eru fleiri hliðar á málinu að mínu mati!
AG (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 12:30
Birgitta, gæti ekki hugsast að ástæða þess að munntóbaksnotkun hefur aukist sé sú að reykingar hafa verið bannaðar á æ fleiri stöðum. Ég nota munntóbak af þeirri ástæðu allavega, plús það að lungun mín voru orðin afar slæm. Flestir þeirra sem ég þekki og nota munntóbak gera það vegna þess að það er orðið svo mikið "vesen" að reykja.
Það er ríkt þetta sjónarmið hjá fólki að svokölluð "vínmenning" sé eftirsóknarverð. Í þessu sambandi er stundum vitnað til miðjarðarhafslandanna, Ítalí, Frakklands og Spánar. Þar er aðgengi mjög gott, allar verzlanir fullar af búsi og dagdrykkja viðurkennd sem hluti af kúltúr. Þar sér ekki vín á nokkrum manni. Hvernig ætli standi þá á því að í þessum þremur löndum er hæsta tíðnu skorpulifurs í heimi? Þar deyja flestir úr sjúkdómum tengdum áfengisneyzlu en nokkur staðar annars staðar í Evrópu? Mér finnst þetta umhugsunarvert.
Íslendingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Þeir hafa 46 litninga, 23 frá móður og 23 frá föður, líkt og aðrir í heiminum. Það að Íslendingar gúffi í sig brennsa af því hann er svo dýr er bara þvæla. Fólk drekkur vegna þess að því líkar áhrifin og alkóhólismi er raunverulegur, líkamlegur heilasjúkdómur. Svipað hlutfall Íslendinga þróar með sér áfengissýki og í nágrannalöndunum, að undanskyldum Inúítum. Drykkjuvenjur okkar eru vissulega litaðar af þjóðfélagslegum þáttum eins og opnunartímum, vinnuálagi og lífsviðhorfum.
Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að aukin neyzla felur í sér aukinn heilbrigðisvanda. Þá gildir engu hvort við hættum að rúlla ofurölvi um miðbæinn um helgar eða sötrum 1-5 bjóra heima á virkum kvöldum. Það er þetta stanslausa sull, öðru nafni "vínmenning", sem á eftir að koma okkur í koll eins og miðjarðarhafslöndunum. Þar á eftir að koma fram langvarandi vandi meðal eldra fólks með alvarlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Þarna eru dýrir sjúkdómar á ferð og það er ábyrgðarleysi að kasta fram svona frumvarpi án þess að gera ráð fyrir úrræðum í heilbrigðis-, meðferðar- og félagsmálum.
Páll Geir Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.