Spurning hver svíkur hvern?

Ég er ekkert allskostar sáttur við TM. Fór undan hjá mér dekk á Þverárfjallinu í sumar og ég náði að forða því að bíllinn lenti utanvegar með því að bremsa örugglega og stöðva bílinn út í kanti. Heppin þar því með mér voru öldruð hjón frá Sviss. Þetta var Nissan Patrol á venjulegum dekkjum, og því mjög skringilegt að dekkið skyldi losna undan bílnum, en þetta var í annað skipti á 2 árum sem þetta gerist, í fyrra skipti var bíllinn fullur af börnum.

Tjónið nemur rúmum 200.000 krónum í hvort skipti, og hér kemur það besta: Ef þú ert tryggður, þá færðu það ekkert bætt!

Ef maður nær semsagt að forðast að velta bílnum við þessar aðstæður, drepa sjálfan sig og farþegana eða stórslasa, og getur hlaupið 500 metra niður brekku eftir dekkinu sem þú misstir, þá máttu bara eiga þig væni/væna. 


mbl.is Hundruð milljóna svikin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður....

Tryggingafélögin hafa kallað þetta yfir sig og skal engann undra það að tryggingarsvik færist í vöxt!

illa svikinn (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:25

2 identicon

TM er örugglega langversta tryggingafélagið á Íslandi í dag og maður sér langmest kvartað undan þeim. Annars hafa tryggingar hækkað svo rosalega að undanförnu að sjálfsagt er að athuga hvort ekki sé stundað umtalsvert samráð á milli tryggingafélaga. Líftryggingar eru alveg sér kapituli út af fyrir sig, þar sem tryggingafélög reyna með öllu móti að sleppa við að greiða þær. Mér finnst því bara nokkuð ,, eðlilegt " innan gæsalappa, að fólk reyni að bjarga sér með tryggingasvikum, því að tryggingafélögin eru alltaf að reyna að svíkja, svíkja og hlunnfara viðskiptavini sína.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:22

3 identicon

100% sammála síðustu ræðumönnum. Líka sammála þessu með TM, hef ekki fallegar sögur af þeim að segja.

Eðvarð Þór Gíslason (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 10:38

4 Smámynd: Sveinn Snorri Sighvatsson

Ég er í málaferlum við TM útaf árekstri sem ég lenti í þar sem við vorum dæmdir 50/50 en ég var í 100% rétti löng saga en ég kem ekki til með að versla við TM meira þeir eru óheiðaleggir og koma illa fram við viðskipatvinni sína

 Auglýsingin frá TM æti að vera (ef þú lendir í tjóni þá færðu það ekki bæt )

 Þetta eru glæpamenn af verstu sort eini munurinn á þeim og hinum þeir komast upp með glæpinn

 

Svenni   

Sveinn Snorri Sighvatsson, 4.10.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband