5.9.2007 | 23:03
Fyrst þarf eðlilega vexti
Og með eðlilegum vöxtum þarf að jafna vexti seðlabanka við Seðlabanka Evrópu í tvö ár. Þannig yrði krónan stöðugri og myndi leita til jafnvægis eftir þetta langvarandi hágengi sem er handstýrt af bönkum undir góðfúslegu skálkaskjóli Seðlabanka Íslands.
Þó að alþjóðleg fyrirtæki skrái hlutabréf í öðrum gjaldmiðlum og geri upp í erlendum gjaldmiðlum, þá er það meiri gagnrýni á peningamálastefnu landsins heldur en gjaldmiðilinn sjálfan.
Ekkert sem kallar á gjaldmiðilsbreytingu nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því má ekki gleyma að lágir vextir eru ekkert náttúrulögmál á evrusvæðinu heldur afleiðing langvarandi efnahagsstöðnunar, þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.9.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.