25.7.2007 | 00:21
BNG leitar fjármagns?
Bíddu nú aðeins hægur, er ég að misskilja eitthvað eða er sumt sem maður les bara bévítans bull?
Ég las um daginn að jöklabréf væru skuldabréf gefin út í íslenskum krónum, af íslenskum skuldurum. Það þýðir í stuttu máli að þó að BNG banki gefi skuldabréfin út, þá ætti það að vera fyrir hönd íslensks viðskiptavinar.
Nú þegar Davíð Oddsson hefur gefið markaðsaðilum grænt ljós á frekari útgáfu og framlengingu núverandi útistandandi jöklabréfa, styrkist krónan sem aldrei fyrr. Það þrátt fyrir að tekjutap af 30% kvótaskerðingu muni þýða 16 milljarða tekjutap á næsta fiskveiðitímabili. Það hafði bara engin áhrif, og það var á "gamla" genginu.
Seðlabankinn verður að hætta að ljúga því að þeir séu að berjast við verðbólgu og fara að berjast við vöruskiptaójöfnuðinn við útlönd áður en Ísland verður, og hér ber að nota viðeigandi orðalag: Í djúpum skít! HVAR ER ÞJÓÐHAGSSTOFNUN ÞEGAR MAÐUR ÞARFNAST HENNAR??!! Ó, já...
Hollenskur banki gefur út krónubréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.