7.7.2007 | 14:12
Kreppan kemur
Ég er að búa mig undir kreppu. Búinn að segja upp stöð 2 og öllu sem ég ekki þarf. Samdráttur afla mun valda 16 milljarða tekjutapi og endalausir hávextir valda því að krónubréfaútgáfa blómstrar sem styrkir krónuna enn meira. 16 milljarðar verða 20 milljarðar, tekjur landsins dragast saman og ekki skilar þessi 14% hækkun krónunnar frá áramótum sér út í verðlagið, sem það ætti að gera svo að verðbólgan myndi hjaðna og vextir lækka. Þessi þjóð er í vondum málum, mikið verri málum en menn gera sér almennt grein fyrir. Held að þessi kauphækkun Seðlabankastjóra hafi verið óþörf, bara reka þá alla saman. Fá einhverja með snefil af vitneskju um þjóðhagfræði, ekki bara menn sem nota rugl um verðbólgu sem yfirskin til að blóðmjólka landann.
Ef háir vextir héldu aftur af verðbólgu, af hverju hefur það þá ekki gengið eftir?
Krónan styrktist í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"yfirskin til að blóðmjólka landann" hummmmm
lara (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.