12.6.2007 | 22:42
Gáta
Hver heimilaði frjálst framsal kvóta?
Hver lagði niður Þjóðhagsstofnun?
Hver lagði blessun sína yfir Íraksstríðið?
Hver svíkur loforð um vaxtalækkanir til að halda krónu sterkri?
Hver var að fá launahækkun?
Hvern má aldrei gagnrýna?
Ég sakna Þjóðhagsstofnunnar. Svo virðist sem eiginhagsmunaaðilar túlki efnahagskerfið hver eftir sínu höfði og noti þar mjög misjöfn og sumpart vafasöm rök í meira lagi. Þessu er síðan tekið sem heilögum sannleika af fjölmiðlum, án gagnrýni. Til að flytja inn þarf að flytja út. Skuldasöfnun er ekki góð til langs tíma, að lokum kemur að gjalddaga.
P.s: Þið snillingarnir sem haldið að vaxtalækkun sé handstýrð gengisfelling étið greinilega Homeblest bara öðru megin.
Krónan styrkist um tæpt prósent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.