Hvert er best að flytja?

Ég hef ákveðið að rífa mig upp með rótum og flytjast burt. Fyrst var ég að pæla í Englandi, en miðað við fregnir af íbúðaverði, leigu etc. þar í landi er ég farinn að efast um að það sé sniðug hugmynd. Spánn kallar dálítið til mín eftir ársdvöl þar '98-'99. Ekkert skemmtilegra en að slípa til spænskuna og læra meira af henni. Frakkland og Ítalía eru spennandi líka, en þá þarf ég að læra allt frá grunni. Bandaríkin eru stórt spurningamerki. Ég hef ekki verið mikið hrifinn af ríkisstjórninni sem þar hefur tröllriðið öllu síðustu 7 árin eða svo. En það er ekki allt svo slæmt að ekki megi finna eitthvað gott í því. Ég brosti út í eitt þegar ég horfði á Jón Ásgeir Jóhannesson útskýra íbúðarkaup í New York í Sjálfstæðu Fólki, það getur jú varla annað en batnað þegar Bush karlinn lætur af störfum haustið 2008, og var þar að vísa í neikvæða þróun á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum undanfarið. Touché!

Að mínu mati eru Bush og Cheney holdgervingar þess versta sem hægt er að finna í fólki. Menn sem komast til valda á vafasaman hátt, ljúga að kjósendum ástæðum til innrásar í lönd auðug af olíuauðlyndum til þess eins að sóa skattpeningum bandaríkjamanna í vopnakaup af eigin fyrirtækjum. Í kjölfarið er þjóðhagsstofnun Bandaríkjanna byrjuð að lýsa áhyggjum sínum af efnahag landsins og segir ríkið ekki geta staðið við lífeyrisskuldbindingar eftir árið 2030 ef ekki verði spornað við strax. Ekkert allt of langt síðan að Bill Clinton tilkynnti stoltur að hallinn á fjárlögum yrði núll. En hálfvitar þurfa víst ekki mikinn tíma til að knésetja þjóðir sínar til að hagnast persónulega. Versta sort. Ég verð að vera sammála Jóni hér, það eru tækifæri að myndast í America.

Er samt ekki viss um að þarna vilji ég búa. Byssulög landsins eru út í hött. NRA ber við afsökun um að hver maður hafi rétt til að verja sig, sem gefur svo ofbeldismönnum auðvelt aðgengi að skotvopnum til að fremja glæpi sína. Bandit

Eitt er alveg víst, hér á landi verður ekki gott að vera á næstu árum. Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband