Eru verðbætur tímaskekkja?

Nú hefur krónan styrkst um 11-13% frá áramótum gagnvart evru og dollar. Ekki hefur verðlagið samt hjaðnað hér heima. Verðbólgan heldur áfram að fæla Seðlabankann frá stýrivaxtalækkun. Það má hins vegar stóla á það að þegar krónan heldur tilbaka frá þessu styrkingaferli mun verðbólgan aukast á ný. Þetta virðist alltaf gerast. Krónan veikist og verðlag hækkar, krónan styrkist og ekkert breytist.

Krónan verður að veikjast. Hún er óeðlilega sterk sökum jöklabréfaútgáfu í skjóli okurvaxta. Þegar hún veikist mun verðbólgan taka kipp, verðbætur lána munu snarhækka og skilja mörg heimili eftir í skuldafangelsi. Þá munu erlend lán aukast sem nemur veikingu krónunnar. Það er þó eitt vopn sem heimilin í landinu hafa til þess að sporna við verðbólgu, og það er að draga úr neyslu. Ef neysla dregst saman í takt við hækkanir vöruverðs, þá verða innflytjendur að halda verðlagi innan skynsamlegra marka til að selja eitthvað yfirhöfuð.

Það sem ég skil kannski ekki helst hvað verðbætur varðar er að ef bankarnir geta lánað fólki erlend, óverðtryggð lán, á hagstæðum vöxtum. Tekið til að mynda 2-3% til sín, af hverju geta þeir ekki gefið fólki sömu kjör á íslenskri krónu? Af hverju verða óverðtryggðir vextir að vera mikið hærri? Svo skil ég ekki heldur af hverju bankarnir komast upp með að þrýsta upp húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu með 100% lánum og öðrum aðgerðum, og græða svo á því í formi verðbóta á lán sín, hvort sem lántakendur eru á höfuðborgarsvæðinu eða annarsstaðar á landinu þar sem engin hækkun húsnæðisverðs hefur átt sér stað. Ég gat svosem skilið verðbætur þegar bankarnir voru í ríkiseigu, en nú eru þeir í einkaeigu og því er spurningin mín þessi: Af hverju á almenningur að bera áhættuna af verðlagsþróun í landinu og bera rekstraráhættu bankastofnanna í einkaeigu, þegar þeir sjálfir stuðla að hækkun verðlags?Bandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband